Erlent

Methiti árið 2005 um allan heim

Árið 2005 er annað eða þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Vísindamenn segja veðurfarið sýna að hlýnun jarðar af völdum manna er vandamál.   Vísindamenn bresku veðurstofunnar hafa komist að því að árið sem nú er langt komið sé eitt það hlýjasta síðan að mælingar hófust. Árið 1998 er það heitasta í sögunni en árið í ár er ekki mikið kaldara. Þetta hefur víðtækar afleiðingar fyrir fólk á heimskautasvæðum og þá sem búa á láglendi við strendur. Undanfarin ár eru öll á meðal þeirra heitustu síðan mælingar hófust og telja vísindamenn margir þetta frekari vísbendingu um hlýnun jarðar. Það eru einkum aðgerðir mannskepnunnar, notkun jarðefnaeldsneytis og útblástur gróðurhúsalofttegunda sem taldar eru áhrifavaldarnir. Veðurfræðingar benda enn fremur á öfluga fellibylji í Bandaríkjunum, gríðarlegan þurrk í Portúgal og á Spáni og flóð í kjölfar rigningar við Sviss, Þýskalandi, Austurríki, Búlgaríu og Rúmeníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×