Erlent

Hafa heitið tíu milljörðum

Þjóðir heimsins hafa skuldbundið sig til að leggja 165 milljónir dollara, eða rúmum 10 milljörðum króna, til neyðaraðstoðar vegna hamfaranna í Suður-Asíu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Fjöldinn allur af flugvéllum með neyðarbirgðir hefur verið sendur frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu að undanförnu en forseti Pakistans hefur sagt að stjórnvöld á svæðunum ráði einfaldlega ekki við hamfarir af þessari stærðargráðu og því beðið um enn frekari hjálp. Skjálftinn sem reið yfir svæðið var 7,6 á Richter og fórust að minnsta kosti 40 þúsund manns í skjálftanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×