Átta sækjast eftir fyrsta sætinu 23. október 2005 15:04 Átta sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Alls eru fjórtán í framboði, fjórar konur og tíu karlmenn. Kosið verður um sex efstu sætin á 22 manna lista til sveitarstjórnarkosninga í opnu prófkjöri. Tekið verður mið af jafnréttisákvæðum í lögum Framsóknarflokksins og verða því þrír af hvoru kyni í sex efstu sætunum, þeir þrír karlar sem fá flest atkvæði og þær þrjár konur sem fá flest atkvæði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að baráttan um fyrsta sætið standi einna helst milli Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa og Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- og menntunarfræðings. Ómar er eini starfandi bæjarfulltrúinn á listanum og er það talið vera honum til tekna en bent var á Unu Maríu til stuðnings að hún hefði starfað að bæjarmálum undanfarin tvö kjörtímabil. Ómar og Una María eiga þó sína andstæðinga, sem vildu jafnvel heldur sjá Lindu Bentsdóttur í forystusætinu. Bent er á að Ómar hafi misst traust margra flokksmanna þegar hann úthlutaði vinum og fjölskyldu lóðum í lóðaúthlutuninni í Vatnsenda í Kópavogi sem styr stóð um. Una María er jafnframt nokkuð umdeild meðal flokksmanna. Þá eru þau sögð tilheyra hvort sinni fylkingunni í baráttu sem staðið hefur um yfirráð yfir framsóknarfélögum í Kópavogi og endurspeglaðist meðal annars í Freyjumálinu svokallaða. Ómar heyri til fylkingar sem kennd hefur verið við bræðurna Pál og Árna Magnússyni en Una María sé hluti af fylkingu sem kennd er við Siv Friðleifsdóttur. Þá er Andrés Pétursson, sem sækist eftir öðru sæti, talinn líklegur til að ná kjöri í eitt af efstu sætunum og jafnframt er Samúel Örn Erlingsson sagður til alls líklegur. Þó svo að Samúel hafi ekki starfað áður í Framsóknarflokknum er hann vafalaust þekktasta nafnið á listanum, en einnig eru eiginkona hans og dóttir miklir og þekktir Breiðabliksmenn, sem ekki þykir spilla fyrir í prófkjörum í Kópavogi. Fréttablaðið hafði samband við allflesta frambjóðendurna í gær sem voru sammála um að framundan væri spennandi og skemmtileg kosningabarátta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Átta sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Alls eru fjórtán í framboði, fjórar konur og tíu karlmenn. Kosið verður um sex efstu sætin á 22 manna lista til sveitarstjórnarkosninga í opnu prófkjöri. Tekið verður mið af jafnréttisákvæðum í lögum Framsóknarflokksins og verða því þrír af hvoru kyni í sex efstu sætunum, þeir þrír karlar sem fá flest atkvæði og þær þrjár konur sem fá flest atkvæði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að baráttan um fyrsta sætið standi einna helst milli Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa og Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- og menntunarfræðings. Ómar er eini starfandi bæjarfulltrúinn á listanum og er það talið vera honum til tekna en bent var á Unu Maríu til stuðnings að hún hefði starfað að bæjarmálum undanfarin tvö kjörtímabil. Ómar og Una María eiga þó sína andstæðinga, sem vildu jafnvel heldur sjá Lindu Bentsdóttur í forystusætinu. Bent er á að Ómar hafi misst traust margra flokksmanna þegar hann úthlutaði vinum og fjölskyldu lóðum í lóðaúthlutuninni í Vatnsenda í Kópavogi sem styr stóð um. Una María er jafnframt nokkuð umdeild meðal flokksmanna. Þá eru þau sögð tilheyra hvort sinni fylkingunni í baráttu sem staðið hefur um yfirráð yfir framsóknarfélögum í Kópavogi og endurspeglaðist meðal annars í Freyjumálinu svokallaða. Ómar heyri til fylkingar sem kennd hefur verið við bræðurna Pál og Árna Magnússyni en Una María sé hluti af fylkingu sem kennd er við Siv Friðleifsdóttur. Þá er Andrés Pétursson, sem sækist eftir öðru sæti, talinn líklegur til að ná kjöri í eitt af efstu sætunum og jafnframt er Samúel Örn Erlingsson sagður til alls líklegur. Þó svo að Samúel hafi ekki starfað áður í Framsóknarflokknum er hann vafalaust þekktasta nafnið á listanum, en einnig eru eiginkona hans og dóttir miklir og þekktir Breiðabliksmenn, sem ekki þykir spilla fyrir í prófkjörum í Kópavogi. Fréttablaðið hafði samband við allflesta frambjóðendurna í gær sem voru sammála um að framundan væri spennandi og skemmtileg kosningabarátta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira