Erlent

Sleppt úr gíslingu

Flestum starfsmönnum Afríkusambandsins sem var rænt í Darfurhéraði í Súdan fyrr í dag hefur verið sleppt. Noureddine Mezni, talsmaður Afríkusambandsins, treysti sér þó ekki til að fullyrða að þeim hefði öllum verið sleppt og sagði óvíst hversu margir væru í raun frjálsir ferða sinna. Óstaðfestar fréttir herma að sextán hafi verið sleppt. Hópur uppreisnarmanna tók fólkið í gistingu nærri landamærunum að Tsjad. Í gær voru tveir friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins skotnir til bana. Helsta hreyfing uppreisnarmanna er sögð bera ábyrgð á þeirri árás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×