Hægrisveifla í Póllandi 9. október 2005 00:01 Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". Frambjóðendurnir tveir, sem kosið verður á milli í úrslitaumferð forsetakosninganna eftir hálfan mánuð, eru Donald Tusk úr frjálshyggjuflokknum Borgaravettvangi (PO), og íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski, borgarstjóri Varsjár. Báðir eiga þeir pólitískar rætur sínar í Samstöðu, hreyfingunni sem lét burðarhlutverkið í að fella kommúnismann á níunda áratugnum. Reyndar voru þeir fjórir frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu í kosningunum í gær hægrimenn. Það var enginn málsmetandi vinstrimaður í framboði. „Það er kominn tími til að gefa hægrimönnum tækifæri núna, því jafnvel þegar hægriflokkar höfðu einhver völd [á síðasta áratug] voru vinstrimennirnir samt þarna í lykilstöðum og mökkuðu áfram bak við tjöldin," hefur AP-fréttastofan eftir Ewu Grzegorek, 58 ára gömlum Varsjárbúa er hún kom út af kjörstað í pólsku höfuðborginni í gær. Með þessum orðum endurspeglast sú ríkjandi stemning kosningabaráttunnar bæði fyrir þingkosningarnar í lok september og fyrir forsetakosningarnar nú, að nú væri kominn tími til að hleypa þeim mönnum að stjórnartaumunum sem bezt mætti trúa til að taka til í þeirri spillingarhít sem margir landsmanna telja stjórnmálin vera. Í síðustu þingkosningum árið 2001 fengu arftakar kommúnista ótvírætt umboð kjósenda til að stjórna landinu, en ótal hneykslismál á kjörtímabilinu rúði þá trúnaðartrausti kjósenda. „Kalda stríðinu er enn ekki lokið í Póllandi," skrifar fréttaritari þýska vikuritsins Der Spiegel frá Varsjá um þetta. Öll borgaraleg öfl, íhalds- sem frjálshyggjumenn, kvörtuðu yfir því að eftir árið 1989 hefði ekki farið fram almennilegt uppgjör við valdatíð kommúnista. Þess í stað hefðu fulltrúar Samstöðu, Lech Walesa þar fremstur í flokki, og forkólfar kommúnistastjórnarinnar samið um „mjúk umskipti" yfir í nýja tíma fjölflokkalýðræðis og markaðsbúskapar. Nú á loks að vinna upp þetta uppgjör sem ekki fór fram við gömlu valdhafana, en menn úr þeirra röðum komu sér á tíunda áratugnum vel fyrir í stjórnkerfinu og hinum einkavæddu fyrrum ríkisfyrirtækjum. Það fyrsta sem hægrimennirnir vilja hrinda í framkvæmd nú þegar völdin eru þeirra er að allir þeir sem gegna opinberum embættum gangist undir „gegnumlýsingu" á ferli sínum. Vonast er til að með þessu takist að hemja hina útbreiddu spillingu í stjórnkerfinu. Einnig á að gera öll gögn gömlu leyniþjónustunnar aðgengileg, en þeim hefur hingað til verið haldið lokuðum með fáum undantekningum. Reyndar er talsverður munur á stefnu og stíl Tusks og Kaczynski. Tusk er frjálshyggjumaður sem vill ganga óhikað fram í að draga úr hlut ríkisins í hagkerfinu, lækka skatta og gera velferðarkerfið skilvirkara. Kaczynski vill hins vegar að ríkið sé sterkt og rækti „kaþólsk gildi". Hann og tvíburabróðir hans Jaroslaw, formaður íhaldsflokksins Lög og réttlæti sem vann þingkosningarnar, standa fyrir „skilyrðislausa þjóðernis-kaþólsku", vilja endurinnleiða dauðarefsingar og að samkynhneigðir haldi sig „inni í skápnum". Kaczynski krefst þess að Pólverjar fái „verðugan sess" í Evrópusambandinu, varar við áhrifum Þjóðverja innan þess og fjandskapast út í Rússa. „Við stefnum í að einangra okkur," skrifar Maciej Rybinski, leiðarahöfundur dagblaðsins Rzeczpospolita um stefnuna sem vænta megi að fylgi nýju hægristjórninni. Almennt séð megi gera ráð fyrir að áherzlur utanríkisstefnunnar verði þó óbreyttar - fylgispekt við Bandaríkin og upp á kant við ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". Frambjóðendurnir tveir, sem kosið verður á milli í úrslitaumferð forsetakosninganna eftir hálfan mánuð, eru Donald Tusk úr frjálshyggjuflokknum Borgaravettvangi (PO), og íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski, borgarstjóri Varsjár. Báðir eiga þeir pólitískar rætur sínar í Samstöðu, hreyfingunni sem lét burðarhlutverkið í að fella kommúnismann á níunda áratugnum. Reyndar voru þeir fjórir frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu í kosningunum í gær hægrimenn. Það var enginn málsmetandi vinstrimaður í framboði. „Það er kominn tími til að gefa hægrimönnum tækifæri núna, því jafnvel þegar hægriflokkar höfðu einhver völd [á síðasta áratug] voru vinstrimennirnir samt þarna í lykilstöðum og mökkuðu áfram bak við tjöldin," hefur AP-fréttastofan eftir Ewu Grzegorek, 58 ára gömlum Varsjárbúa er hún kom út af kjörstað í pólsku höfuðborginni í gær. Með þessum orðum endurspeglast sú ríkjandi stemning kosningabaráttunnar bæði fyrir þingkosningarnar í lok september og fyrir forsetakosningarnar nú, að nú væri kominn tími til að hleypa þeim mönnum að stjórnartaumunum sem bezt mætti trúa til að taka til í þeirri spillingarhít sem margir landsmanna telja stjórnmálin vera. Í síðustu þingkosningum árið 2001 fengu arftakar kommúnista ótvírætt umboð kjósenda til að stjórna landinu, en ótal hneykslismál á kjörtímabilinu rúði þá trúnaðartrausti kjósenda. „Kalda stríðinu er enn ekki lokið í Póllandi," skrifar fréttaritari þýska vikuritsins Der Spiegel frá Varsjá um þetta. Öll borgaraleg öfl, íhalds- sem frjálshyggjumenn, kvörtuðu yfir því að eftir árið 1989 hefði ekki farið fram almennilegt uppgjör við valdatíð kommúnista. Þess í stað hefðu fulltrúar Samstöðu, Lech Walesa þar fremstur í flokki, og forkólfar kommúnistastjórnarinnar samið um „mjúk umskipti" yfir í nýja tíma fjölflokkalýðræðis og markaðsbúskapar. Nú á loks að vinna upp þetta uppgjör sem ekki fór fram við gömlu valdhafana, en menn úr þeirra röðum komu sér á tíunda áratugnum vel fyrir í stjórnkerfinu og hinum einkavæddu fyrrum ríkisfyrirtækjum. Það fyrsta sem hægrimennirnir vilja hrinda í framkvæmd nú þegar völdin eru þeirra er að allir þeir sem gegna opinberum embættum gangist undir „gegnumlýsingu" á ferli sínum. Vonast er til að með þessu takist að hemja hina útbreiddu spillingu í stjórnkerfinu. Einnig á að gera öll gögn gömlu leyniþjónustunnar aðgengileg, en þeim hefur hingað til verið haldið lokuðum með fáum undantekningum. Reyndar er talsverður munur á stefnu og stíl Tusks og Kaczynski. Tusk er frjálshyggjumaður sem vill ganga óhikað fram í að draga úr hlut ríkisins í hagkerfinu, lækka skatta og gera velferðarkerfið skilvirkara. Kaczynski vill hins vegar að ríkið sé sterkt og rækti „kaþólsk gildi". Hann og tvíburabróðir hans Jaroslaw, formaður íhaldsflokksins Lög og réttlæti sem vann þingkosningarnar, standa fyrir „skilyrðislausa þjóðernis-kaþólsku", vilja endurinnleiða dauðarefsingar og að samkynhneigðir haldi sig „inni í skápnum". Kaczynski krefst þess að Pólverjar fái „verðugan sess" í Evrópusambandinu, varar við áhrifum Þjóðverja innan þess og fjandskapast út í Rússa. „Við stefnum í að einangra okkur," skrifar Maciej Rybinski, leiðarahöfundur dagblaðsins Rzeczpospolita um stefnuna sem vænta megi að fylgi nýju hægristjórninni. Almennt séð megi gera ráð fyrir að áherzlur utanríkisstefnunnar verði þó óbreyttar - fylgispekt við Bandaríkin og upp á kant við ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila