Erlent

Von á lausn í Þýskalandi?

Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við. Kosið var í Þýskalandi 18. september og er enn beðið eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð. Hvorki Merkel né Schröder vilja gefa eftir kanslarastólinn, en hvorugur flokkurinn hlaut nógu mikið fylgi til að geta hreinlega tekið hann. Nú hafa talsmenn jafnaðarflokksins sagt að enn verði fundað á morgun eftir að niðurstöður fundar Schröders og Merkel í kvöld hafa verið bornar undir forystu flokkanna og þá verði reynt að komast að samkomulagi. Fréttaskýrendur hallast frekar að því að Merkel muni hafa vinninginn og verða fyrsta konan til að gegna kanslaraembættinu í sögu Þýskalands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×