Erlent

Nýr dýrlingur

Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær. Það þýðir að sannað þyki að hann hafi gert kraftaverk, en til þess að hann verði fullgildur dýrlingur þarf að sanna að hann hafi framið annað kraftaverk. Von Galen var einn af fáum þýskum prestum sem barðist opinberlega af miklum krafti gegn framgangi nasismans. Hann slapp lífs í gegnum seinni heimsstyrjöldina en lést úr botnlangabólgu árið 1946. Unnið hefur verið að því að hann verði tekinn í dýrlingatölu síðan árið 1956 en það var ekki fyrr en 1995 sem þótti sannað að hann - eða andi hans - hefði tekið þátt í að lækna sjúkan námsmann og hefði þar með framið það kraftaverk sem þarf til að hljóta blessun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×