Erlent

Hundruð smábarna með matareitrun

Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik. Um 300 börn á aldrinum  tveggja til sex ára veiktust á föstudag, hugsanlega vegna máltíða sem voru veittar á sjö leikskólum í héraðinu Khmelnitsky. Í gær voru 60 börn til viðbótar flutt á spítala. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að sjúkdómsvaldandi gerlar hafi fundist í vinsælum jógúrtdrykk og hafa boðað frekari rannsókn á málinu. Í fyrra veiktust 800 úkraínsk börn af matareitrun, en hreinlæti í mjólkurbúum landsins þykir ábótavant.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×