Erlent

Ríkið látið borga

Ríkið greiddi farsímareikninga Lone Dybkjær, eiginkonu Pouls Nyrups Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á meðan hann gegndi því embætti. Ekstra-blaðið greinir frá þessu í dag og segir þetta fyrirkomulag ekki hafa kostað skattborgarana minna en eina milljón króna á sex ára tímabili. Forsætisráðuneytið danska segir það rétt að maki forsætisráðherra hafi aldrei áður getað talað í símann á kostnað ríkisins, en aðstæður hafi verið sérstakar í tíð Pouls Nyrups, þar sem eiginkona hans bjó í Brussel á virkum dögum og þurfti að geta samræmt dagskrá þeirra hjóna í gegnum síma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×