Erlent

250 fasteignir haldlagðar

Breska lögreglan lagði í gær hald á 250 fasteignir í Manchester sem talið er að tengist Írska lýðveldishernum, IRA. Eignirnar tengjast tveimur kaupsýslumönnum og annar þeirra er Thomas Murphy sem talinn er einn af leiðtogum IRA. Lögrela hefur undanfarna þrjá áratugi margsinnis handtekið Murphy en aldrei getað kært hann fyrir glæpi. Verðmæti eignanna sem lagt var hald á í gær er meira en þrír milljarðar íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×