Erlent

Viðbúnaður hertur í New York

Öryggisviðbúnaður hefur verið snarhertur við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York eftir að yfirvöldum þar barst hótun um hryðjuverkaárás á næstu dögum. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, segir hótunina þá nákvæmustu sem yfirvöldum í borginni hafi borist hingað til og auk þess bendi upplýsingar leyniþjónustunnar til að fótur sé fyrir henni. Bloomberg segir hótunina frá erlendum aðilum en játar því hvorki né neitar að hún komi frá íslömskum öfgamönnum. Bæði einkennis- og óeinkennisklæddum lögreglumönnum hefur verið stórlega fjölgað á götum úti og þjóðvarðliðar og lögreglumenn frá nærliggjandi borgum hafa verið fengnir til aðstoðar. Farþegum lestarkerfisins í New York hefur verið ráðlagt að ferðast hvorki með bakpoka né skjalatöskur. .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×