Erlent

Stóra samsteypa færist nær

Forystumenn tveggja stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands færðust nær því í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari úr jafnaðarmannaflokknum SPD, og Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, hittust í gærkvöld á sérstökum fundi til að útkljá hvort þeirra myndi fara fyrir samsteypustjórn flokkanna. Reyndar tók Merkel fram í gær að hún ætti ekki von á að "kanslaraspurningin" yrði útkljáð fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, en á mánudag munu fulltrúar flokkanna halda áfram viðræðum um að leysa stjórnarkreppuna sem landið hefur verið í síðan þingkosningunum í september lyktaði þannig að hvorugur stóru flokkanna fékk meirihluta með óskasamstarfsflokkum sínum. Hvorki Schröder né Merkel hefur opinberlega gefið eftir tilkallið til kanslarastólsins en sáttatónn var í þeim er þau komu af ­þriðja­­ þreifingaviðræðufundinum í Berlín á miðvikudag. Schröder sagði við það tækifæri að viðræðurnar hefðu sýnt að það væri grundvöllur fyrir "stóru samsteypu", eins og stjórnarsamstarf stóru flokkanna er jafnan kallað. Fyrir slíku samstarfi er eitt fordæmi í sögu þýska Sambandslýðveldisins, á árunum 1967-1969



Fleiri fréttir

Sjá meira


×