Erlent

Tvær nýjar risaeðlutegundir

Vísindamenn greindu frá því í gær að steingervingar af tveimur óþekktum risaeðlutegundum hefðu fundust við uppgröft í Norðaustur-Kína. Eðlurnar tvær tilheyra hópi skriðdýra, svokölluðum ptero-saurs, en til þessa hóps tilheyra fleygar risaeðlur með vænghaf sem var allt upp í 18 metra langt. Aðeins fannst hluti af steingerðri beinagrind risaeðlanna en af -henni- má ráða að tennur þeirra hafi verið hvassar og vænghafið hafi verið 2,4 metrar. Fundurinn gefur vísindamönnum færi á að rannsaka enn frekar tengslin milli fugla og risaeðlna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×