Erlent

Berezovskí sóttur heim

Nefnd úkraínskra þingmanna er í Bretlandi til að ræða við rússneska kaupsýslumanninn Boris Berezovskí. Talið er að hann hafi fjármagnað kosningabaráttu Viktors Jústsjenko Úkraínuforseta á síðasta ári. Júrí Solomatin, formaður nefndarinnar og þingmaður kommúnista, sagði við Interfax-fréttastofuna að komi í ljós að Berezovskí- hafi veitt Jústsjenko peningaaðstoð fari flokkur hans fram á að kosningarnar verði ógiltar. Berezovskí auðgaðist á viðskiptum með gömul rússnesk ríkisfyrirtæki. Hann dvelur í Bretlandi eftir að hann féll í ónáð hjá Pútín .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×