Erlent

135 látnir af völdum Stans

Hundrað þrjátíu og fimm manns hafa látist og tugþúsundir eru heimilislausir í Mið-Ameríku eftir yfirreið fellibylsins Stans. Hann fjaraði út skömmu eftir að hann náði landi í Mexíkó og olli minna tjóni þar en óttast var. Í Gvatemala og El Salvador hafa ár flætt yfir bakka sína og þar eru enn mikil flóð og aurskriður halda áfram að falla. Sannkallað neyðarástand ríkir, enda eru björgunarsveitarmenn fáliðaðir og eiga í stökustu vandræðum með að hjálpa öllum sem eru í vandræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×