Erlent

Hefja átak gegn mansali

Ítölsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hefðu farið að stað með átak gegn mansali til aðstoðar löndum í Suður- og Austur-Evrópu. Átakið er í samvinnu við Alþjóða fólksflutningasamtökin en Ítalía vill aðstoða Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Búlgaríu og Ungverjaland við að koma í veg fyrir viðskipti með fólk, sem oft er þvingað til ólöglegrar vinnu eða vændis. Svipaðar herferðir eru áætlaðar í Albaníu, Rúmerínu, Úkraínu og Moldavíu. Ítalir hafa barist markvisst gegn mannsali síðan árið 1996 en þangað kemur árlega fjöldi ólöglegra innflytjenda. Ítölsk stjórnvöld vilja nú miðla af reynslu sinni. Króatía hóf umræðum um inngöngu í Evrópusambandið fyrr í þessari viku. Evrópusambandið hefur krafist þess að Balkanlöndin taki höndum saman og berjist gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem lið í inngöngu landanna í bandalagið en Balkanleiðin svokallaða er algeng leið fyrir vopna- og fíkniefnasmygl sem og ólöglegan flutning á fólki. Alþjóðleg mannúðarsamtök telja að rúmlega 900.000 manns séu árlega fórnarlömb mannsals um allan heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×