Erlent

Alnæmismitum fjölgar í Þýskalandi

MYND/Reuters
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af alnæmi jókst mikið á fyrri helming þessa árs í Þýskalandi. Líkur benda til að sjúkdómurinn sé ekki tekinn eins alvarlega þar í land og áður. Alls hafa 1.164 greinst með alnæmi á fyrra helming ársins, sem er 20% aukning en á sama tíma í fyrra, samkvæmt Robert Koch stofnuninni sem hefur yfirumsjón með útbreiðslu sjúkdóma. Reinhard Kurth, forstöðumaður stofnunarinnar, segir mikilvægt að leggja áherslu á vitundarvakningu meðal fólks en þrátt fyrir að þróun í lyfjameðferð hefur enn engin lækning fundist við sjúkdómnum. Samkynhneigðir karlmenn telja um 60 prósent nýsmitaðra í Þýskalandi en talið er að 7,5 sinnum meiri líkur séu á því að karlmenn smitist af alnæmisveirunni en konur. Samkvæmt upplýsingum frá Robert Koch eru mestar líkur á smiti í stórborgum Þýskalands eins og Berlín, Hamborg, München, Köln og Frankfurt. Í lok ársins 2004 var talið að um 40 milljónir manna væru smitaðar af alnæmisveirunni. Flestir eru smitaðir í Afríku eða um 25 milljónir manna af því að talið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×