Erlent

Óþekktur sjúkdómur í Kanada

Tíu manns hafa látist af völdum óþekkts sjúkdóms í Kanada undanfarna daga. Alls hafa áttatíu og fjórir lagst inn á sjúkrahús vegna hins dularfulla sjúkdóms sem enginn kann skýringu á. Einkenna svipar til flensu en læknar segja þó fullvíst að hvorki sé um flensu né aðra þekkta sjúkdóma að ræða. Það er ekki óalgengt að óþekktir sjúkdómar láti á sér kræla á haustin víða um heim en það er afar sjaldgæft að þeir dragi jafn marga til dauða og í þessu tilviki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×