Erlent

66 hafa látist af völdum Stan

Minnst sextíu og sex manns hafa þegar látist af völdum fellibylsins Stans sem hefur nú náð landi í Mexíkó. Stan olli miklum óskunda í El Salvador, Gvatemala og Hondúras þar sem þúsundir manna hafast enn við í neyðarskýlum. Verst er ástandið í El Salvador þar sem fimmtíu manns hafa farist af völdum mikilla aurskriða. Þar hefur neyðarástandi verið lýst yfir og forseti landsins segir mikla hættu á frekari skriðum um allt land. Í Gvatemala eru mikil flóð og þar hafast nokkur þúsund manns við í neyðarskýlum. Enn hafa ekki borist fregnir af mannfalli í Mexíkó en margir hafa þegar yfirgefið heimili sín í sveitahéruðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×