Erlent

Rýmd vegna meints hryðjuverkamanns

Flugvél danska flugfélagsins Mærsk var rýmd á flugvellinum í Vín í morgun vegna misskilnings. Farþegar ýttu á neyðarhnapp vegna þess að þeir sáu mann sem þeim fannst líta grunsamlega út. Þá var vélin tæmd bæði af farþegum og farangri. Grunsamlegi maðurinn keypti miða á fyrsta farrými og innritað farangurinn sinn en mætti síðan ekki í flugið. Í stað hans kom maður af arabískum uppruna sem var með Kóraninn sem sinn eina handafarangur. Þetta framferði þótti öðrum farþegum það grunsamlegt að þeir ýttu á neyðarhnapp. Síðar kom í ljós að manninum gekk ekkert illt til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×