Erlent

Áhöfnin ekki fullmönnuð

Áhöfn ferjunnar sem hvolfdi á sunnudaginn í New York ríki í Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að tuttugu manns létust, var ekki fullmönnuð. Samkvæmt reglugerð um ferjur af þeirri tegund sem um var að ræða eiga minnst tveir að vera í áhöfninni. Hins vegar var skipstjórinn aðeins einn um borð þegar slysið átti sér stað, að því er CNN sjónvarpsstöðin greindi frá í morgun. Bátnum hvolfdi eftir að alda frá stærri báti skall á honum á George-vatni. Rannsókn er hafin á því hvernig þetta gat gerst en bátnum hvolfdi mjög hratt og því höfðu nær fimmtíu farþegar í bátnum, flestir þeirra eldri borgarar, ekki tíma til að fara í björgunarvesti. 28 komust lífs af úr harmleiknum en sjö þeirra liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvaða bátur olli öldunni sem velti bátnum en hundruð báta sigla um George-vatni um helgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×