Erlent

Líkin flutu á vatninu

Alls tuttugu af 47 farþegum létu lífið er skemmtisiglingabát hvolfdi á George-vatni í New York-ríki á sunnudag. "Báturinn lá á hliðinni og fólkið öskraði. Líkin flutu fram hjá," tjáði Joanne Rahal hjá AP-fréttastofunni, en hún var einn farþega um borð, Alls tuttugu af 47 farþegum létu lífið í slysinu. Sjö voru færðir á sjúkrahús. Skipstjórinn, Richard Paris, segir að öldur frá öðrum hraðskreiðum bátum hafi skollið á bát sínum og valdið slysinu. Veður til siglinga var með besta móti og hundruð báta voru á vatninu. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að skipstjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×