Erlent

35 látast í hamförum í Mið-Ameríku

Að minnsta kosti 35 hafa látist af völdum flóða og aurskriða í Miða-Ameríku í dag. Hamfarirnar má rekja til hitabeltisstormsins Stan sem gekk yfir Yucatan-skagann í Mexíkó um helgina með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín sem sum hver grófust undir aurskriðum. Manntjónið var mest í El Salvador en þar létust 23.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×