Erlent

Nýr Hæstaréttardómari tilnefndur

Kona mun að öllum líkindum áfram skipa Hæstarétt Bandaríkjanna. George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt Harriet Miers, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem Hæstaréttardómara. Verði tilnefning hennar samþykkt mun hún taka við af Söndru Day O'Connor sem lét af embætti fyrr á árinu sökum aldurs. Miers hefur aldrei starfað sem dómari og því er erfitt að segja fyrir um skoðanir hennar í mörgum hitamálum sem Hæstiréttur hefur þurft að mæta, svo sem lögum um fóstureyðingar. Verði tilnefning Miers samþykkt mun hún verða þriðja konan til að sitja í Hæstarétti Bandaríkjanna. Miers var lögfræðilegur ráðgjafi Bush þegar hann var ríkisstjóri í Texas. Demókratar eru staðráðnir í að tryggja það að sá sem taki við af Söndru Day O'Connor sé að minnsta kosti eins frjálslyndur og hún og því má búast við við að staðfesting tilnefningu Miers muni taka nokkrun tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×