Erlent

Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum

Miklar tafir urðu á umferð í Róm í morgun þegar yfirvöld æfðu viðbrögð við hugsanlegum hryðjuverkaárásum á borgina. Látið var líta svo út að sjálfsmorðsprengjuárás yrði gerð fyrir utan hringleikahúsið Kólosseum, í neðanjarðarlest og í strætó á háannatíma og viðbrögð yfirvalda og lögreglu æfð. Þá var miðborg Rómar var algjörlega lokuð um tíma vegna æfingarinnar. Æfingin mæltist misjafnlega fyrir hjá íbúum borgarinnar sem sumir hverjir sögðu hana gagnslausa og að hún truflaði aðeins umferð. Yfirvöld voru hins vegar hæstánægð með hvernig til tókst, en þau óttast að borgin verði fyrir árás hryðjuverkamanna eins og Lundúnir, Madríd og New York.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×