Erlent

12 látnir eftir lestarslys

Tólf létust og minnst eitt hundrað eru slasaðir eftir að fjölmenn farþegalest fór út af sporinu í Indlandi í morgun. Lestin stoppaði ekki við eina lestarstöðina og sex vagnar fóru út af teinunum, þar sem alla jafna er gert við lestina og hún þrifin. Talið er að bremsubúnaður lestarinnar hafi bilað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×