Erlent

Lynndie England sek um misnotkun

Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra. Myndir af England brosandi innan um nakta fanga í Abu Graib fangelsinu í Írak vöktu heimsathygli og hneykslan. Kviðdómurinn var skipaður fimm hermönnum sem einnig munu kveða upp hæfilega refsingu. England á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×