Erlent

Stjórnin líklega fallin í Póllandi

MYND/AP
Allt bendir til þess að ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, sé fallin og tveir mið- og hægriflokkar, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar í gær, hafi fengið meirihluta atkvæða. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins Laga og réttlætis, hefur þegar lýst yfir sigri. Núverandi ríkisstjórn hefur sætt mikillar gagnrýni vegna afstöðu sinnar til Íraksstríðsins en yfir 1500 pólskir hermenn eru í Írak. Kaczynski mun án efa gera tilkall til forsætisráðherrastólsins en hann hefur þó sagt að hann muni ekki sækjast eftir embættinu vinni tvíburabróðir hans, Lech Kacyznski, borgarstjóri í Varsjá, sigur í forsetakosningum í landinu í október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×