Lífið

Sigur Rós loksins á Íslandi

Sigur Rós heldur loks tónleika hér á landi í lok nóvember. Hartnær þrjú ár eru síðan sveitin lék síðast á Íslandi. Sigur Rós sendi fyrir stuttu frá sér diskinn Takk og hefur leikið á tónleikum víða um heim til að kynna hann undanfarna mánuði. Tónleikarnir hér á landi munu marka lokapunktinn á því ferðalagi.  Takk hefur verið vel tekið víða um heim og komist hátt á plötusölulistum. Hérlendis hafa selst tæplega 5.000 eintök frá því platan kom út 12. september sl. Tónleikaferð hljómsveitarinnar hefur líka verið vel tekið og lofsamlegir dómar birst í fjölda erlendra fjölmiðla. Tónleikar Sigur Rósar verða í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember og leikur hljómsveitin Amina á undan og leggur Sigur Rósar mönnum einnig lið í nokkrum lögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.