Lífið

Britney mest pirrandi í verslunum

Söngkonan og hin nýbakaða móðir Britney Spears nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá tónlistarmaður sem starfsmönnum verslana finnst leiðinlegast að hlusta á í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem vefsíðan Retailchoice gerði meðal 1400 starfsmanna í verslunum og greint er frá á vef BBC. Á eftir Britney á listanum koma tónlistarmennirnir Usher og Kylie Minogue og þá komast Robbie Williams, Michael Jackson og Justin Timberlake einnig inn á topp tíu yfir þá tónlistarmenn sem fara mest í taugarnar á verslunarfólki. Könnunin leiddi enn fremur í ljós að þriðjungur þarf að hluta á sama diskinn oftar en 20 sinnum í viku í vinnunni og ekki kom á óvart að þeir tónlistarmenn sem fóru mest í taugarnar á fólki áttu mest spiluðu plöturnar. Þá sagði nærri helmingur þáttakenda að viðskiptavinir hefðu kvartað undan háværri tónlist í verslunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.