Erlent

Trúði ekki að Ríta væri á leiðinni

Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Bandaríkjunum þar sem hann fylgist með framvindunni í tengslum við fellibylinn Rítu.. Hann segir að í gærkvöld hafi fólk ekki viljað trúa því að þetta gæti gerst aftur. Það hafi talið að um æsifréttamennsku að ræða og að fréttamenn væru að óska eftir öðrum hamförum. Í morgun og í dag hafi það runnið upp fyrir fólki að þetta verði líklega versti fellibylur sem skollið hafi á Texas, hann gæti orðið að stærðargráðunni fimm og að þarna gætu verið aðrar eins hörmungar í uppsiglingu og sést hafi í Louisiana og sjáist enn. Fólk sé því skelkað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×