Erlent

Yfir 1000 látnir vegna Katrínar

Tala látinna eftir yfirreið fellibylsins Katrínar fyrir um þremur vikum er nú komin yfir 1000. Yfirvöld í Louisiana hafa staðfest að 799 hafi látist í ríkinu af völdum fellibylsins og þá eru 219 sagðir hafa látist í Mississippi-ríki og 19 í Flórída, Alabama, Georgíu og Tennessee. Samtals eru þetta 1037 manns og er óttast að talan kunni enn að hækka, en íbúum í New Orleans sem höfðu snúið aftur eftir hamfarirnar hefur verið skipað að fara aftur burt þar sem óttast er að fellibylurinn Ríta, sem stefnir að suðurströnd Bandaríkjanna, kunni að valda flóðum í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×