Erlent

Segja Issac framseldan á morgun

Ítalir munu á morgun framselja einn mannanna, sem grunaðir eru misheppnuð sprengjutilræði í Lundúnum 21. júlí, til Bretlands. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan dómskerfis Ítalíu. Hamdi Issac var handtekinn í Róm viku eftir sprengingarnar og fóru Bretar þegar fram á framsal hans. Málið fór fyrir dóm á Ítalíu sem úrskurðaði fyrr í mánuðinum að Issac, sem einnig gengur undir nafninu Osman Hussein, skyldi framseldur. Issac hefur þegar viðurkennt aðild að tilræðuðum en segir ætlunin hafi aðeins verið að hræða fólk en ekki drepa neinn, en engan sakaði í sprengingunum fjórum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×