Erlent

Mörk Ísraels og Gasa landamæri

Ísraelar lýstu mörkin milli Ísraels og Gasa í morgun alþjóðleg landamæri. Það er í fyrsta sinn sem þeir tilgreina opinberlega landamæri að landsvæðum sem á endanum mynda sjálfstætt Palestínuríki. Ísraelar og útlendingar þurfa hér eftir að framvísa skilríkjum til að komast milli Ísraels og Gasa að sögn ísraelskra ráðamanna. Palestínskir verkamenn og Palestínumenn sem fara til Ísraels til að leita læknisþjónustu þurfa þó ekki að framvísa vegabréfum. Saeb Erekat, helsti samningamaður Palestínu, sagði ótímabært að lýsa mörkin alþjóðleg landamæri þar sem Palestína væri enn ekki frjáls undan hernámi Ísraela.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×