Erlent

Sigraði í friðarfegurðarsamkeppni

Fjórtán ára gömul ísraelsk stúlka, Shira Fadida, sigraði í sérstakri friðarfegurðarsamkeppni sem haldin var í bænum Gilo skammt frá Jerúsalem í gær. Tuttugu stúlkur, bæði frá Ísrael og Palestínu, tóku þátt í samkeppninni, en þetta er annað árið í röð sem slík fegurðarsamkeppni er haldin. Það eru samtökin Borderline Residents Association for Peace, sem skipulögðu fegurðarsamkeppnina, en meginmarkmið þeirra er að bæta samskiptin á milli Ísraels og Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×