Erlent

Leyfa farsímanotkun í vélum sínum

Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið að leyfa farsímanotkun um borð í vélum sínum frá og með haustinu 2006. Flugfélögin, sem eru frá Portúgal og Bretlandi, verða þar með þau fyrstu í heiminum sem leyfa farþegum að tala í eigin farsíma í háloftunum. Til að byrja með verður þetta fyrirkomulag prófað í nokkrum flugvélum í þrjá mánuði til að sjá hve mikil notkunin verður og hvort upp komi vandræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×