Bolton mættur til landsins 20. september 2005 00:01 Bandaríski hjartaknúsarinn og konungur rómantísku popptónlistarinnar, Michael Bolton, er mættur til landsins. Ef að líkum lætur mun kappinn bræða fjölmörg hjörtu með angurværri röddu og ljúfsárum tregatónum á tónleikum annað kvöld í Laugardagshöllinni. Söngvarinn er nú á tónleikaferð um Evrópu en hann hefur gefið út 13 hljómplötur sem selst hafa í 52 milljónum eintaka. Áður en Bolton sneri sér að rómantískum ballöðum var hann í rokkhljómsveit sem hitaði meðal annars upp fyrir Ozzy Osbourne en samhliða rokkinu samdi hann róleg og rómantísk lög fyrir tónlistarmenn eins og Barböru Streisand. Þessi fyrrum hárprúði maður virðist ekki þó einungis búa yfir gullrödd heldur virðist hjarta hans líka úr gulli. Árið 1993 stofnaði hann Michael Bolton stofnunina í því markmiði að veita fátækum börnum og konum húsaskjól, menntun og aðstoð gegn líkamlegu og kynbundnu ofbeldi. Bolton gegnir líka stjórnarformennsku í bandarískum samtökum sem vinna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, hann situr í stjórn barnasjúkrahúss og er í fararbroddi samtaka gegn heimilisofbeldi. Fyrir störf sín á þessu sviði hefur Bolton hlotið ýmsar viðurkenningar í Bandaríkjunum. Spurður hvað varð til þess að söngvarinn mjúkraddaði sneri sér að baráttu gegn ofbeldi á konum og börnum segir hann að upphafið megi rekja til þess þegar hann var að halda tónleika eitt skiptið og fékk skilaboð um að fólk frá þessum samtökum vildi tala við hann. Bolton segist ekki hafa haft neinar væntingar áður en hann kom til Íslands. Það sem hafi komist næst því að vera væntingar var sú staðreynd að vinir hans höfðu sagt honum að hann myndi skemmta sér vel hér á landi, vegna þess að landsmenn hefðu gaman af að skemmta sér. Innlent Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Bandaríski hjartaknúsarinn og konungur rómantísku popptónlistarinnar, Michael Bolton, er mættur til landsins. Ef að líkum lætur mun kappinn bræða fjölmörg hjörtu með angurværri röddu og ljúfsárum tregatónum á tónleikum annað kvöld í Laugardagshöllinni. Söngvarinn er nú á tónleikaferð um Evrópu en hann hefur gefið út 13 hljómplötur sem selst hafa í 52 milljónum eintaka. Áður en Bolton sneri sér að rómantískum ballöðum var hann í rokkhljómsveit sem hitaði meðal annars upp fyrir Ozzy Osbourne en samhliða rokkinu samdi hann róleg og rómantísk lög fyrir tónlistarmenn eins og Barböru Streisand. Þessi fyrrum hárprúði maður virðist ekki þó einungis búa yfir gullrödd heldur virðist hjarta hans líka úr gulli. Árið 1993 stofnaði hann Michael Bolton stofnunina í því markmiði að veita fátækum börnum og konum húsaskjól, menntun og aðstoð gegn líkamlegu og kynbundnu ofbeldi. Bolton gegnir líka stjórnarformennsku í bandarískum samtökum sem vinna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, hann situr í stjórn barnasjúkrahúss og er í fararbroddi samtaka gegn heimilisofbeldi. Fyrir störf sín á þessu sviði hefur Bolton hlotið ýmsar viðurkenningar í Bandaríkjunum. Spurður hvað varð til þess að söngvarinn mjúkraddaði sneri sér að baráttu gegn ofbeldi á konum og börnum segir hann að upphafið megi rekja til þess þegar hann var að halda tónleika eitt skiptið og fékk skilaboð um að fólk frá þessum samtökum vildi tala við hann. Bolton segist ekki hafa haft neinar væntingar áður en hann kom til Íslands. Það sem hafi komist næst því að vera væntingar var sú staðreynd að vinir hans höfðu sagt honum að hann myndi skemmta sér vel hér á landi, vegna þess að landsmenn hefðu gaman af að skemmta sér.
Innlent Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira