Tilboðið mistök 16. september 2005 00:01 "Það kom okkur verulega á óvart hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir sérleyfisferðina," segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Í fyrradag voru opnuð tilboð í Ríkiskaupum í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Athygli vöktu svokölluð mínustilboð en nokkur fyrirtæki voru reiðubúin að greiða Vegagerðinni tugi og allt að 469 milljónir með leyfinu fyrir akstur frá Reykjavík til Suðurnesja. "Við buðum 27 milljónir og það er alveg á mörkunum að það borgi sig samkvæmt okkar útreikningum svo ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að sem vilja borga 469 milljónir fyrir það. Þetta hljóta að vera einhver mistök og ég á ekki von á því að Vegagerðin taki þessu boði," bætir hann við. Bjarni Björnsson, sem á sæti í stjórn Hópferðamiðstöðvarinnar og Vestfjarðaleiðar sem bauð 460 milljónir, vildi ekki tjá sig um útreikninganna sem liggja að baki tilboðinu eða hvort um einhver mistök væri að ræða. Þórir Garðarsson, hjá Allrahanda sem bauð 103 milljónir, segir að sérleyfið fyrir Suðurnes sé með margfalt meiri meðalnýtingu en flestar aðrar leiðir, sem geri það að verkum að fyrirtækið sé tilbúið að greiða slíka upphæð fyrir það. Félag hópferðaleyfishafa og Þingvallaleið hafa kært til kærunefndar útboðsmála vegna þeirra skilmála sem fylgja útboðinu en í því felst að þjónusta við Umferðarmiðstöðina sé notuð og greitt sé fyrir hana til rekstraraðila hennar en það er fyrirtækið Kynnisferðir sem jafnframt á tilboð í útboðinu. Einnig greiða samkeppnisaðilarnir aðstöðugjöld til Kynnisferða, segir Björn, sem einnig er í stjórn Félags hópferðaleyfishafa, og það gefi þeim betri stöðu þegar kemur að tilboðinu. Þráinn segir að Kynnisferðir hafi samið um jafnan aðgang allra að Umferðarmiðstöðinni, sem sé í raun eina boðlega endastöðin, og því eigi kæran ekki við rök að styðjast. Einhver verði að reka hana og Kynnisferðir hafi fengið beiðni frá sérleyfishöfum um að gera það og hafi kostað miklu til að standa undir því. Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
"Það kom okkur verulega á óvart hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir sérleyfisferðina," segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Í fyrradag voru opnuð tilboð í Ríkiskaupum í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Athygli vöktu svokölluð mínustilboð en nokkur fyrirtæki voru reiðubúin að greiða Vegagerðinni tugi og allt að 469 milljónir með leyfinu fyrir akstur frá Reykjavík til Suðurnesja. "Við buðum 27 milljónir og það er alveg á mörkunum að það borgi sig samkvæmt okkar útreikningum svo ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að sem vilja borga 469 milljónir fyrir það. Þetta hljóta að vera einhver mistök og ég á ekki von á því að Vegagerðin taki þessu boði," bætir hann við. Bjarni Björnsson, sem á sæti í stjórn Hópferðamiðstöðvarinnar og Vestfjarðaleiðar sem bauð 460 milljónir, vildi ekki tjá sig um útreikninganna sem liggja að baki tilboðinu eða hvort um einhver mistök væri að ræða. Þórir Garðarsson, hjá Allrahanda sem bauð 103 milljónir, segir að sérleyfið fyrir Suðurnes sé með margfalt meiri meðalnýtingu en flestar aðrar leiðir, sem geri það að verkum að fyrirtækið sé tilbúið að greiða slíka upphæð fyrir það. Félag hópferðaleyfishafa og Þingvallaleið hafa kært til kærunefndar útboðsmála vegna þeirra skilmála sem fylgja útboðinu en í því felst að þjónusta við Umferðarmiðstöðina sé notuð og greitt sé fyrir hana til rekstraraðila hennar en það er fyrirtækið Kynnisferðir sem jafnframt á tilboð í útboðinu. Einnig greiða samkeppnisaðilarnir aðstöðugjöld til Kynnisferða, segir Björn, sem einnig er í stjórn Félags hópferðaleyfishafa, og það gefi þeim betri stöðu þegar kemur að tilboðinu. Þráinn segir að Kynnisferðir hafi samið um jafnan aðgang allra að Umferðarmiðstöðinni, sem sé í raun eina boðlega endastöðin, og því eigi kæran ekki við rök að styðjast. Einhver verði að reka hana og Kynnisferðir hafi fengið beiðni frá sérleyfishöfum um að gera það og hafi kostað miklu til að standa undir því.
Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira