Erlent

Aðgerðir gegn fuglaflensu

Til að koma í veg fyrir að fuglaflensa smitist frá farfuglum í alifugla hafa sveitarstjórnir í tveimur þýskum héruðum gefið bændum fyrirskipanir um að hafa fiðurfénað sinn í búrum. Þetta eru héruð í Neðra Saxlandi og Norður Rín Vestfalen en þar eru vetrarstöðvar farfugla sem koma bæði frá Rússlandi og Asíu, þar sem flensunnar hefur orðið vart. Evrópusambandið hefur ekki séð ástæðu til að banna bændum að láta alifugla ganga lausa, en evrópskir neytendur kjósa í auknum mæli kjöt og egg frá fuglum sem ganga lausir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×