Innlent

Íslendingar hlynntir ESB-aðild

Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg. Meira en helmingur aðspurðra var hlynntur því að Íslendingar tækju upp aðildarviðræður við ESB en þrír af hverjum tíu voru því andvígir. Hins vegar eru Íslendingar ekki jafn jákvæðir gagnvart evrunni því meira en helmingur svarenda vildi ekki taka hana upp í stað krónunar. "Svo virðist vera sem hræringarnar innan ESB sem komu í kjölfar þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins hafi ekki haft veruleg áhrif hér á landi," segir Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkæmdastjóri samtakanna, en þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er frá því að þjóðirnar tvær höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Þetta sýnir að Íslendingar eru jákvæðir í Evrópumálum og hafa alltaf verið," segir Jón Steindór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×