Föngum hafnað á öryggisgeðdeild 2. september 2005 00:01 Geðsjúkir fangar fá ekki inni á sérhæfðri öryggisdeild fyrir alvarlega geðsjúka sem opnuð hefur verið á Kleppsspítala. Þetta segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri og segir ofangreinda ákvörðun tekna af yfirmönnum geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að réttargeðdeildin á Sogni væri "kolsprungin," eins og Drífa Eysteinsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur þar, orðaði það. Þar er einungis pláss fyrir ósakhæfa fanga. Hinir sem úrskurðaðir hafa verið sakhæfir og eru geðsjúkir fá umönnun hjá starfandi hjúkrunarteymi. Erfiðara er um vik ef koma þarf geðsjúkum fanga inn á geðdeildir. Fangelsismálastjóri hefur vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og meðal annars ritað Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf. Þar segir að "sláandi skortur" sé á aðstöðu skammtímasjúkrahúsvistunar fyrir fanga sem séu með alvarlega geðræna sjúkdóma og fanga sem taldir séu í sjálfsvígshættu. Valtýr rifjar upp dæmi sem hann nefndi á málþingi um málefni fanga, þar sem sátu heilbrigðisráðherra og fagfólk úr heilbrigðisgeiranum ásamt fleirum. Það er úr bréfi læknis við fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, með leyfi viðkomandi fanga, til geðdeildar LSH, þar sem um er að ræða kvenfanga sem afplánað hafði í tvö ár en átti eftir sex: "...Hafði verið í miklum geðsveiflum, undanfarið verið mjög "óstabíl" og ósátt, mjög grátgjörn og reið til skiptis. ...Hefur nú í þrígang skorið sig, bæði olnbogabót og úlnlið og að minnsta kosti í eitt skiptið blæddi talsvert. Reyndi einu sinni að hengja sig í öðru fangelsi og einu sinni að kæfa sig með plastpoka. Af þessum sökum var ástand hennar talið orðið mjög ótryggt og vildi læknirinn fá mat og meðferð geðlæknis á ástandi hennar. Klukkan 15.12 var hún flutt á geðdeild LSH þar sem geðlæknir skoðaði hana og kannaði gögn. Klukkan 16.15 var viðtalinu lokið og klukkan 16.28 var hún komin aftur í Hegningarhúsið..." Valtýr undirstrikar að afar mikilvægt sé að í hinu nýja fangelsi sem fyrirhugað er að byggja á Hólmsheiði, verði meðal annars sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þurfi á bráðameðferð að halda meðal annars vegna alvarlegrar persónuleikaröskunar. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Geðsjúkir fangar fá ekki inni á sérhæfðri öryggisdeild fyrir alvarlega geðsjúka sem opnuð hefur verið á Kleppsspítala. Þetta segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri og segir ofangreinda ákvörðun tekna af yfirmönnum geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að réttargeðdeildin á Sogni væri "kolsprungin," eins og Drífa Eysteinsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur þar, orðaði það. Þar er einungis pláss fyrir ósakhæfa fanga. Hinir sem úrskurðaðir hafa verið sakhæfir og eru geðsjúkir fá umönnun hjá starfandi hjúkrunarteymi. Erfiðara er um vik ef koma þarf geðsjúkum fanga inn á geðdeildir. Fangelsismálastjóri hefur vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og meðal annars ritað Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf. Þar segir að "sláandi skortur" sé á aðstöðu skammtímasjúkrahúsvistunar fyrir fanga sem séu með alvarlega geðræna sjúkdóma og fanga sem taldir séu í sjálfsvígshættu. Valtýr rifjar upp dæmi sem hann nefndi á málþingi um málefni fanga, þar sem sátu heilbrigðisráðherra og fagfólk úr heilbrigðisgeiranum ásamt fleirum. Það er úr bréfi læknis við fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, með leyfi viðkomandi fanga, til geðdeildar LSH, þar sem um er að ræða kvenfanga sem afplánað hafði í tvö ár en átti eftir sex: "...Hafði verið í miklum geðsveiflum, undanfarið verið mjög "óstabíl" og ósátt, mjög grátgjörn og reið til skiptis. ...Hefur nú í þrígang skorið sig, bæði olnbogabót og úlnlið og að minnsta kosti í eitt skiptið blæddi talsvert. Reyndi einu sinni að hengja sig í öðru fangelsi og einu sinni að kæfa sig með plastpoka. Af þessum sökum var ástand hennar talið orðið mjög ótryggt og vildi læknirinn fá mat og meðferð geðlæknis á ástandi hennar. Klukkan 15.12 var hún flutt á geðdeild LSH þar sem geðlæknir skoðaði hana og kannaði gögn. Klukkan 16.15 var viðtalinu lokið og klukkan 16.28 var hún komin aftur í Hegningarhúsið..." Valtýr undirstrikar að afar mikilvægt sé að í hinu nýja fangelsi sem fyrirhugað er að byggja á Hólmsheiði, verði meðal annars sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þurfi á bráðameðferð að halda meðal annars vegna alvarlegrar persónuleikaröskunar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira