Neyðarástand á leikskólum 2. september 2005 00:01 Engar tölur eru til um það hjá menntasviði Reykjavíkurborgar hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi í leikskólum borgarinnar vegna starfsmannaeklu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttir, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, vantar enn um 100 starfsmenn í leikskólana og hafa leikskólastjórar í 18 leikskólum tilkynnt að þeir neyðist hugsanlega til að grípa til aðgerða vegna skorts á starfsfólki ef starfsmannamál leysast ekki á næstunni. "Leikskólastjórar segjast neyðast til að stytta dvalartíma barna og stytta skóladaginn," segir Gerður. Þá hafa myndast biðlistar vegna manneklu því sumir leikskólar geta ekki tekið inn ný börn sem sótt hafa um vist. Alls eru 132 börn á biðlista í þeim 18 leikskólum sem ástandið er verst í. Leikskólinn Geislabaugur í Grafarholti er þar á meðal. Þar eru 34 börn á biðlista og enn á eftir að ráða í sex stöður af 24, að sögn leikskólastjórans, Ingibjargar Eyfells. Guðrún María Harðardóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, hélt fund með foreldrum og starfsmönnum leikskólans í fyrradag og var borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, viðstödd. Á Grandaborg vantar í þrjár til fjórar stöður en leikskólinn er samt sem áður fullsetinn því búið var að taka öll ný börn inn áður en starfsfólk hætti fyrirvaralaust. "Við ákváðum á fundinum að skerða vistunartíma á hvert barn um eina klukkustund," segir Guðrún María. "Það eru mildustu aðgerðirnar sem við gátum gripið til," segir hún og bendir á að aðrir leikskólar hafi jafnvel þurft að loka deildum til skiptis heilu dagana. Steinunn Valdís tilkynnti þar jafnframt að kjarasamningar starfsmanna á leikskólum og frístundaheimilum yrðu endurskoðaðir fyrr en ætlað var og að borgin geri ráð fyrir auknum kostnaði sem nemi 20 til 50 milljónum vegna aukins álags á starfsfólk vegna manneklu. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vantar enn um 100 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Engar tölur eru til um það hjá menntasviði Reykjavíkurborgar hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi í leikskólum borgarinnar vegna starfsmannaeklu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttir, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, vantar enn um 100 starfsmenn í leikskólana og hafa leikskólastjórar í 18 leikskólum tilkynnt að þeir neyðist hugsanlega til að grípa til aðgerða vegna skorts á starfsfólki ef starfsmannamál leysast ekki á næstunni. "Leikskólastjórar segjast neyðast til að stytta dvalartíma barna og stytta skóladaginn," segir Gerður. Þá hafa myndast biðlistar vegna manneklu því sumir leikskólar geta ekki tekið inn ný börn sem sótt hafa um vist. Alls eru 132 börn á biðlista í þeim 18 leikskólum sem ástandið er verst í. Leikskólinn Geislabaugur í Grafarholti er þar á meðal. Þar eru 34 börn á biðlista og enn á eftir að ráða í sex stöður af 24, að sögn leikskólastjórans, Ingibjargar Eyfells. Guðrún María Harðardóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, hélt fund með foreldrum og starfsmönnum leikskólans í fyrradag og var borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, viðstödd. Á Grandaborg vantar í þrjár til fjórar stöður en leikskólinn er samt sem áður fullsetinn því búið var að taka öll ný börn inn áður en starfsfólk hætti fyrirvaralaust. "Við ákváðum á fundinum að skerða vistunartíma á hvert barn um eina klukkustund," segir Guðrún María. "Það eru mildustu aðgerðirnar sem við gátum gripið til," segir hún og bendir á að aðrir leikskólar hafi jafnvel þurft að loka deildum til skiptis heilu dagana. Steinunn Valdís tilkynnti þar jafnframt að kjarasamningar starfsmanna á leikskólum og frístundaheimilum yrðu endurskoðaðir fyrr en ætlað var og að borgin geri ráð fyrir auknum kostnaði sem nemi 20 til 50 milljónum vegna aukins álags á starfsfólk vegna manneklu. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vantar enn um 100 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira