Innlent

Hefur safnað um 3,5 milljónum

Rúmlega 3,5 milljónir króna hafa safnast í Frelsissjóðinn frá því Kjartan Jakob Hauksson ræðari hóf róðurinn í kringum landið á árabát á sjómannadaginn, þann 5. júní. Kjartan stefnir að því að loka hringnum á morgun þegar hann siglir inn í Ægisgarð og leggur árabát sínum sem ber nafnið Frelsi. Ferðin var farin til að hvetja hreyfihamlaða til að láta drauma sína um að ferðast innanlands sem utan rætast og safna peningum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar sem var þurrausinn í byrjun sumars. Veðurspáin á morgun lofar góðu og stefnir Kjartan að því að sigla inn í höfnina milli klukkan fjögur og fimm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×