Innlent

Lægsta verðið oftast í Bónus

Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Kemur í ljós að miklu munar almennt á verðlagningu milli þeirra tíu verslana sem í könnuninni voru og munar mestu á verði á tveggja lítra Coka Cola þar sem flaskan kostaði 89 krónur í Nettó í Mjódd en 229 krónur í 11/11. Er það tæplega 160 prósenta munur. Kannað var verð á 30 vörutegundum og reyndist Bónus oftast vera með lægsta verðið eða í 21 skipti. Klukkuverslanirnar tvær, 10/11 og 11/11 reyndust aftur á móti oftast dýrastar. Lítraverð á 1,5 lítra mjólkufernu var hærra í öllum verslununum en á venjulegri lítrafernu. Er það gagnstætt því sem gerist um Coca Cola en þar var lítraverðið mun lægra í tveggja lítra flöskunum en í þeim minni. Aðrar vörutegundir þar sem mismunur á hæsta og lægsta verði var um og yfir 70 prósent voru Nýmjólk, Egils kristall, Þykkvabæjar skyndikartöflur og Daloon kínarúllur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×