Innlent

Brennisteinssýra mjög skaðleg

Ólíklegt þykir að brennisteinssýra geti gert gat á flugvélarskrokk. Sýran er þó mjög skaðleg og í dag fylgdist fréttastofan með tilraunum á raunvísindastofnun Háskóla Íslands í dag. Það sem af er þessu ári hafa 164 lítrar af brennisteinssýru verið fluttir til landsins samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóranum í Reykjavík, en sýran er eitt af mest framleiddu efnum í heimi fyrir efnaiðnaðinn. Í tilraununum var annars vegar notast við 60 prósent sýru og hinsvegar 98 prósent sýru. Sextíu prósent sýran brenndi fljótt bol og hún vinnur einnig hratt á trénu sem kolast þegar það kemst í samband við sýruna. Hinsvegar vann sýran ekki á álplötu eða álpappír sem dýft var í sýruna, hvor styrkleikinn sem var prófaður, en álið myndar sjálft vörn gegn sýrunni. Einnig var hellt 98 prósenta sýru yfir regnjakka - við sjáum að hún er fljót að vinna á þessu efni. Að lokum var prófað að setja nagla í sýruglösin og það má greinilega sjá að sýran vinnur vel á járninu. Helgi sagði sýruna tæplega geta farið í gegnum flugvélaskrokk en sagði að hún gæti líklega eyðilagt rafleiðslur og það gæti haft einvherjar afleiðingar fyrir flugið. Hann sagði sýruna fara léttilega í gegnum föt, bómull og ull og lík efni. Ef sýran fer á húð á að skola hana strax eins og fljótt og hægt er með vatni.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×