Erlent

Flestir blaðamenn drepnir í Írak

Fleiri blaðamenn hafa verið drepnir frá upphafi stríðsins í Írak en á þeim tuttugu árum sem átökin í Víetnam stóðu yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra. Sextíu og sex blaðamenn og aðstoðarmenn þeirra hafa látist í Írak frá 20. mars árið 2003 en til samanburðar létust 63 blaðamenn í Víetnam á árunum 1955-1975. Samtökin segja Írak vera hættulegasta stað fyrir blaðamenn að starfa á en fyrir utan þá sem hafa dáið hefur 22 verið rænt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×