Lífið

Hlaupaleiðsögn í Róm

Þeir sem heimsækja Rómaborg reyna yfirleitt að komast yfir að sjá það markverðasta í borginni. Nýjasta nýtt í skoðunarferðum um borgina er hlaupaleiðasögn Carolinu Gasparetto. Hægt er að velja um átta mismunandi leiðir, sem hver er fjórir til fimm kílómetrar. Carolina er einkaþjálfari og segist laga hraðann í ferðunum að hópnum hverju sinni. Umferðin í Róm er gríðarleg og þess vegna er hún sannfærð um að fólk sem ekki er orðið fótafúið kjósi frekar að skokka en hökta á milli staða í útsýnisstrætó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.