Erlent

Danir stefna að reykleysi

Síðasti danski reykingamaðurinn slekkur í síðustu sígarettunni sinni árið 2027, ef fram heldur sem horfir. Undanfarin ár hefur Dönum sem reykja fækkað jafnt og þétt og verði ekki breyting þar á verða allir hættir að reykja 2027. Þetta er fræðilegir útreikningar og danskir baráttumenn gegn reykingum búast við því að 2030 verði svo sum einhverjir eftir sem reykja, einskonar harður kjarni fíkla, en að meginþorri almenning hafi þá látið með öllu af þessari iðju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×