Lífið

Skilnaður Dönum kostnaðarsamur

Skilnaður Jóakims prins og Alexöndru prinsessu kostar danska skattborgara nokkurt fé. Þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi sett sér það mark að opinber útgjöld skuli ekki aukast um meira en hálft prósent hækkar framlagið til konungsfjölskyldunnar dönsku um rúm þrjú prósent - úr 840 milljónum króna í 867 milljónir. Meginhluti hækkunarinnar er til kominn vegna skilnaðarins. Alexandra fær nítján milljónir króna í lífeyri á næsta ári. Sjö milljónir eru teknar af lífeyri Jóakims en afgangurinn er tekinn aukalega úr ríkissjóði. Friðrik krónprins fær líka rúmlega fimm milljóna króna launahækkun og lífeyrir hans á næsta ári verður því samtals rúmlega 160 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.