Innlent

Eitt hundrað þúsund?

MYND/VÍSIR
Búist er við allt að eitt hundrað þúsund manns á Menningarnótt í Reykjavík sem hefst á morgun. Um fimmtíu lögreglumenn verða á vakt en um venjulega helgi eru um 25 lögreglumenn á vakt í Reykjavík. Yfir 200 skemmtiatriði verða í boði á menningarnótt sem endar með tónleikum á Hafnarbakka og flugeldasýningu í kjölfarið. Í fyrra fylgdust um eitt hundrað þúsund manns með flugeldasýningunni en þá tók aðeins um eina og hálfa klukkustund að koma bílaumferð úr miðbænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×